Vöxtur geimrykagna í skífunni umhverfis brúna dverginn ISO-Oph 102
Talið er að bergreikistjörnur myndist við handahófskennda árekstra og samlímingu þess sem í fyrstu eru smásæjar agna í efnisskífu umhverfis stjörnu. Þessar agnir eru kallaðar geimryk og svipa til fíns sóts eða sands. Stjörnufræðingar sem notuðu Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) hafa í fyrsta sinn komist að því, að í útjöðrum rykskífu í kringum brúnan dverg — fyrirbæri sem líkjast stjörnum en eru of lítil þess að skína skært eins og venjulegar stjörnur — eru rykagnir sem eru í kringum millímetri að stærð en slíkar agnir finnast jafnan í þéttari skífum umhverfis nýfæddar stjörnur. Þetta er óvænt niðurstaða sem hefur áhrifa á kenningar um myndun bergreikistjarna á stærð við jörðina og bendir til að bergreikistjörnur séu jafnvel algengari í alheiminum en menn áttu von á.
Þetta myndskeið hefst á víðmynd af hinum glæsilegu miðsvæðum Vetrarbrautarinnar í sýnilegu ljósi. Þysjað er inn að Hró Ophiuchi stjörnumyndunarsvæðinu og að brúna dvergnum ISO-Oph 102 eða Rho-Oph 102. Síðan sést teikning listamanns af efnisskífunni í kringum brúna dverginn en síðan er þysjað inn og sýnt hvernig örlitlar rykagnir rekast og límast saman og mynda stærri agnir.
Mynd/Myndskeið:ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)/L. Calçada (ESO)/M. Kornmesser (ESO)/Nick Risinger (skysurvey.org)/Digitized Sky Survey 2 Music: movetwo
Um myndskeiðið
Auðkenni: | eso1248a |
Tungumál: | is |
Útgáfudagur: | Nóv 30, 2012, 12:00 CET |
Tengdar fréttatilkynningar: | eso1248 |
Tímalengd: | 01 m 18 s |
Frame rate: | 30 fps |
Um fyrirbærið
Nafn: | ISO-Oph 102 |