Kveikt í myrkrinu (þysjað inn)
Á nýrri mynd Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukans í Chile sést fallegt rykský í stjörnumerkinu Óríon. Þótt þessi þéttu geimský virðist dimm í sýnilegu ljósi getur LABOCA myndavél APEX numið varmageislun frá rykinu og fundið felustaði stjarna í mótun.
Myndskeiðið hefst á víðmynd af himninum í sýnilegu ljósi áður en síðan er þysjað inn að stjörnumerkinu Óríon og svæðinu í kringum endurskinsþokuna NGC 1999 en mælingar APEX hafa verið lagðar ofan á. Þær eru í skærappelsínugulum tónum sem virðast kveikja í dökku skýjunum.
Mynd/Myndskeið:ESO/APEX (MPIfR/ESO/OSO)/T. Stanke et al./Digitized Sky Survey 2/Nick Risinger (skysurvey.org). Music: movetwo
Um myndskeiðið
Auðkenni: | eso1304a |
Tungumál: | is |
Útgáfudagur: | Jan 23, 2013, 12:00 CET |
Tengdar fréttatilkynningar: | eso1304 |
Tímalengd: | 56 s |
Frame rate: | 30 fps |