Samanburður á mynd VISTA af NGC 6357 og ljósmynd VLT í sýnilegu ljósi
Á þessari mynd eru bornar saman myndir í sýnilegu og innrauðu ljósi af Humarþokunni (NGC 6357). Myndin í sýnilegu ljósi (hægri) var tekin með Very Large Telescope í Paranal stjörnustöð ESO í Chile (eso1226). Nýja innrauða ljósmyndin (vinstri) var tekin með VISTA sjónaukanum sem er á sama stað. Í innrauðu ljósi verður rykið sem hylur margar stjörnurnar næstum gegnsætt og leiðir í ljós aragrúa nýrra stjarna sem ella sæjust ekki.
Mynd/Myndskeið:ESO/VVV Survey/Digitized Sky Survey 2/D. Minniti. Acknowledgement: Ignacio Toledo. Music: movetwo