Þysjað inn að myrkvatvístirni í Stóra Magellansskýinu

Myndskeiðið hefst á því að þysjað er inn að víðmynd af suðurhveli himins í átt að einni af nálægustu vetrarbrautunum við Vetrarbrautina okkar — Stóra Magellansskýið. Í þessari vetrarbraut hafa nokkur mjög dauf og sjaldgæf köld myrkvatvístirni fundist. Þegar stjörnurnar tvær hringsnúast um hver aðra, ganga þær fyrir hver aðra og minnkar þá samanlögð birta þeirra, séð úr fjarlægð. Með því að rannska hvernig ljósið breytist, sem og aðra eiginleika kerfisins, geta stjörnufræðingar mælt fjarlægðina til myrkvatvístirna mjög nákvæmlega. Löng röð mælinga á mjög sjaldgæfri tegund kaldra myrkvatvístirna hefur nú leitt til nákvæmustu fjarlægðarmælinga sem gerðar hafa verið á Stóra Magellansskýinu, nágrannavetrarbraut okkar. Þessar mælingar marka mikilvægt skref í ákvörðun á fjarlægðum í alheiminum.

Mynd/Myndskeið:

ESO/Nick Risinger (skysurvey.org)/R. Gendler/L. Calçada. Music: movetwo

Um myndskeiðið

Auðkenni:eso1311a
Tungumál:is
Útgáfudagur:Mar 6, 2013, 19:00 CET
Tengdar fréttatilkynningar:eso1311
Tímalengd:01 m 46 s
Frame rate:30 fps

Um fyrirbærið


HD


Large

Stór QuickTime
19,5 MB

Medium

Video podcast
16,9 MB

Small

Lítið Flash
7,9 MB

For Broadcasters