Þysja inn að þyrilvetrarbrautinni NGC 1637
Myndskeiðið hefst á víðmynd af stjörnumerkinu Óríon. Við þysjum inn að svæði í stjörnumerkinu Fljótinu og birtist þá daufur bjarmi. Þetta er þyrilvetrarbrautin NGC 1637 sem sést að lokum í allri sinni dýrð á mynd frá Very Large Telescope ESO. Árið 1999 fundu vísindamenn sprengistjörnu af gerð II í þessari vetrarbraut og fylgdust grannt með henni dofna næstu árin.
Mynd/Myndskeið:ESO/Nick Risinger (skysurvey.org). Music: movetwo