Teikning listamanns af tifstjörnunni PSR J0348+0432 og fylgistjörnunni, hvíta dvergnum

Þetta myndskeið er sýn listmanns á sérkennilegt tvístirni sem samanstendur af lítilli en mjög þungri nifteindastjörnu sem snýst 25 sinnum á sekúndu um sjálfa sig og hvítri dvergstjörnu sem hringsólar um hana á tveimur og hálfri klukkustund. Nifteindastjarnan er tifstjarna sem nefnist PSR J0348+0432 og gefur frá sér útvarpsbylgjur sem hægt er að nema með útvarpssjónaukum á Jörðinni. Þótt þetta óvenjulega par sé mjög áhugavert út af fyrir sig, er það líka einstök tilraunastofa til að rannsaka takmarkanir á kenningum eðlisfræðinnar.

Kerfið gefur frá sér þyngdargeislun, gárur í tímarúminu. Þótt stjörnufræðingar geti ekkimælt þessar bylgjur beint frá Jörðinni, er hægt að nema þær óbeint með því að mæla breytingarnar sem verða á braut kerfisins um þegar það tapar orku.

Tifstjarnan er svo lítil að stærðarhlutföll fyrirbæranna tveggja eru ekki rétt á myndinni. Tímakvarðinn er heldur ekki raunsær.

Mynd/Myndskeið:

ESO/L. Calçada

Um myndskeiðið

Auðkenni:eso1319a
Tungumál:is
Útgáfudagur:Apr 25, 2013, 20:00 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1319
Tímalengd:30 s
Frame rate:30 fps

Um fyrirbærið

Nafn:PSR J0348+0432
Tegund:Milky Way : Star : Evolutionary Stage : Neutron Star : Pulsar

HD


Large


Medium

Video podcast
6,1 MB

Small

Lítið Flash
2,9 MB

For Broadcasters