Þysjað inn að stjörnumyndunarsvæðinu IC 2944 og hnoðrum Thackerays
Þetta myndskeið hefst á víðmynd af Vetrarbrautinni okkar og endar á nærmynd af IC 2944, glæsilegu stjörnumyndunarsvæði. Myndin er birt í tilefni af mikilvægum áfanga: 15 ára starfsafmæli Very Large Telescope ESO. Á mynd VLT sjást líka nokkur dökk rykský sem kallast Thackeray-hnoðrar fyrir framan bleikglóandi gas geimþokunnar í bakgrunni. Þessir kekkir verða fyrir stöðugum straumi útfjólublárrar geislunar frá ungum, nálægum og heitum stjörnum. Ljósið veðrar þá og sundrar þeim eins og smjör sem sett er á heita steikarpönnu. Líklega tortímast Thackeray-hnoðrarnir áður en þeir geta hrunið saman og myndað stjörnur.
Mynd/Myndskeið:ESO/Nick Risinger (skysurvey.org)/Hiro. Music: John Dyson (from the album Moonwind)