Þysjað inn að ófæddri risastjörnu
Myndskeiðið hefst á mynd af Vetrarbrautinni okkar og nálgumst við stjörnumerkið Hornmátið. Við sjáum margar stjörnuþyrpingar og glóandi geimþokur en mörg áhugaverðustu fyrirbærin eru falin á bak við þykk rykský og sjást þar af leiðandi aðeins í lengri bylgjulengdum. Að lokum sjáum við nýja mynd af dökka skýinu SDC 335.579-0.292 sem tekin var með Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA). Þessar mælingar hafa gefið stjörnufræðingum bestu myndina hingað til af risastjörnu í mótun.
Mynd/Myndskeið:ESO/Nick Risinger (skysurvey.org), DSS, ALMA(ESO/NAOJ/NRAO), NASA/JPL-Caltech/GLIMPSE. Music: movetwo
Um myndskeiðið
Auðkenni: | eso1331a |
Tungumál: | is |
Útgáfudagur: | Júl 10, 2013, 12:00 CEST |
Tengdar fréttatilkynningar: | eso1331 |
Tímalengd: | 56 s |
Frame rate: | 30 fps |