Æviskeið stjörnu á borð við sólina

Í þessu þrívíða myndskeiði er sýnd ævi stjörnu á borð við sólina, frá fæðingu vinstra megin til þróunar yfir í rauða risastjörnu hægra megin. Vinstra megin sést stjarnan sem frumstjarna hulin rykskífu þegar hún myndast. Síðar verður hún stjarna eins og sólin okkar. Eftir að hafa varið meirihluta ævinnar á þessu stigi, byrjar kjarni stjörnunnar smám saman að hitna. Stjarnan þenst út og verður rauðari uns hún hefur breyst í rauðan risa.

Í kjölfar þessa stigs varpar stjarnan ytri lögum sínum út í geiminn og myndar hringþoku en kjarni stjörnunnar kólnar smám saman í litla, þétta leif sem kallast hvítur dvergur.

Á tímalínuna hefur verið merkt inn hvar sólin okkar og tvíburasystur hennar, 18 Sco og HIP 102152 eru á sínum æviskeiðum. Sólin er 4,6 milljarða ára og 18 Sco er 2,9 milljarða ára en elsti tvíburinn er 8,2 milljarða ára — sá elsti sem fundist hefur hingað til. Með því að rannsaka HIP 102152 getum við fengið svipmynd af þeirr framtíð sem bíður sólarinnar.

Athugaðu að hér er um að ræða skýringarmynd. Tímalengd, stærðir og litir eru ekki í réttum hlutföllum. Frumstjarnan vinstra megin á myndinni getur verið 2000 sinnum stærri en sólin okkar. Rauði risinn hægra megin á myndinni getur verið 100 sinnum stærri en sólin.

Mynd/Myndskeið:

ESO/M. Kornmesser

Um myndskeiðið

Auðkenni:eso1337a
Tungumál:is
Útgáfudagur:Ágú 28, 2013, 15:30 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1337
Tímalengd:31 s
Frame rate:30 fps

Um fyrirbærið


HD


Large


Medium

Video podcast
5,2 MB

Small

Lítið Flash
2,8 MB

For Broadcasters


Sjá einnig